Tunglið á brúðkaupsnóttinni
Tunglmyndirnar okkar eru einstaklega skemmtilegar og fallegar. Engin mynd er eins þar sem við notumst við það tungl sem var á himni þann dag sem þú velur. Myndin hefur tilfinningalegt gildi og er ávallt persónuleg.
Á þessari mynd velur þú staðsetninguna þar sem þið eydduð brúðkaupsnóttinni ásamt dagsetningu.
Margir vilja öðruvísi hönnun t.d. nöfn brúðhjóna á myndina. Það er ekkert mál að breyta myndinni fyrir þig þannig hún henti þér fullkomlega!
Sendu okkur fyrirspurn á hjart@hjart.is með helstu upplýsingum.
Myndirnar okkar eru ávallt prentaðar á gæðapappír frá Canon og notast er við hágæða Canon prentara svo hægt sé að bjóða upp á framúrskarandi vöru.
Stæðir sem eru í boði: A4/A3
Litir sem eru í boði: Grænn, Blár, Svartur, Fjólublár
Myndin er ekki seld í ramma en hægt er að kaupa hjá okkur ramma sem hentar verkunum einstaklega vel.
Í samstarfi við Rammastúdíóið bjóðum við upp á hágæða ramma fyrir öll okkar verk